Tilkynningaskyldan: Það fannst grænt brum á skjólgóðum stað við Snorrabrautina fyrr í dag. Sólin er vinsamlegast beðin um að láta sjá sig og gæta þessara nýgræðlinga.
Er þetta ekki óvenjusnemma á ferðinni? Í fyrra var ég að bíða eftir brumi fram eftir öllum mars. Vissulega var ég við heimskautsbaug, en samt. Vonum að grænmjúkurnar þoli það sem eftir er af vetri.
Hér að neðan erum við Baldur í myndavélaeinvígi. Ég veit ekki hvort okkar vann. Kannski ég því mín mynd kemst þó allavega út á alvefinn.
Baldur tók mynd af mér af svölunum þegar ég var að fara að hjóla til mömmu, með körfuna fulla af bakstursvöru. Ég komst nefnilega í ofninn hennar mömmu og bakaði smá gottígott. Meira af því seinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli