sunnudagur, 17. febrúar 2013

Útiæfingar

Við gerðumst svo djöf að fara út að æfa í gær.

Eee, þessi fullyrðing er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm. Ég hugsa að notkun mín á persónufornafninu við sér í þessu samhengi rangstæð.

Baldur fer út að æfa á hverjum degi, oft á dag jafnvel, sama hvernig viðrar. Hann kallar þetta ekki Street Fitness fyrir ekki neitt!

Ég gerðist svo djörf fyrir mína parta að fara út að æfa í gær með Baldri gúru. Ég hjólaði niðrí Nauthólsvík á meðan Baldur hljóp þetta. Ég var hálfgerður hraðamælir handa Baldri en ég hefði kannski ekki samþykkt það hlutverk hefði ég vitað fyrirfram að ég þyrfti að hafa mig alla við á petulunum til að halda í við þennan sprettharða þjálfara! Hehemm, þetta er bara okkar á milli.

Þegar í Nauthólsvíkina var komið tókum við einskonar skorpuþjálfun á tíma, þar sem Baldur stillti appið og svo pípti það og við á fullt að æfa í 30 sekúndur., svo pípti það aftur og við fengum að hvíla í 10 sekúndur. Þetta hélt svona áfram í svolitla stund, þangað til maga- og bakvöðvar voru farnir að titra af áreynslu. Ég var allavega afskaplega fegin að fá að hjóla heim en þurfa ekki að hlaupa þennan spotta.

Þessar æfingar hituðu ekki bara upp sinar og vöðva því mér hlýnaði alveg inn að kjarna þegar ég minntist þess að við stunduðum útileikfimi í Kaupmannahöfn hér um árið. Ah, hlýtt í hjartað af góðum minningum!

Útiæfingar
 
Hjólamagi
 
Sveiflan
 
Kíkja á tærnar
 
Hryggvinda

Engin ummæli: