laugardagur, 27. apríl 2013

Afmæliskaka og afmælispakki

Það eru gömul sannindi og ný að til að fagna afmæli þurfi í það minnsta að fyrirfinnast kaka eða terta eða jafnvel hnallþóra (Hnallþóra? Þóra frá bænum Hnalli?) OG það verður líka að vera pakki. Helst innpakkaður í litríkan pappír með nóg af borðum og slaufum til að gleðja glisgjarnt afmælisbarnið.
 
Mér tókst að skaffa allt nema þessa borða og slaufur. Baldur fékk:
  • Gulrótaköku með rjóma
  • OG espresso
  • OG hann fékk líka pottrétt og salat á undan
  • + RISA afmælispakka (sjá rétt bráðum)
Við vorum heillengi í dótabúðinni (lesist: "dótabúðinni") að prófa sándið á hinum ýmsu strengjum og belgjum. Fengum faglega aðstoð á fræðimáli og á því tímabili soguðust augun inn í tóftirnar og ég sigldi einhvert annað. Kinkaði samt kolli á réttu stöðunum, held ég.
 
Eftir miklar vangaveltur komum við svo út úr búðinni með stærsta afmælispakka sem ég hef hingað til fært einhverjum að gjöf. Svo gaman!
 

Afmælisstrákur með köku!
 
Uppáhald: Gulrótakaka
 
Untitled
 
Untitled
 
Prófa þennan
 
Líka þennan
 
Untitled
 
Gott sánd í þessum!
 
Fékk 'ann!
 
Á 'ann!

Engin ummæli: