þriðjudagur, 30. apríl 2013

Ofnbakaður fiskur með eplum, grænmeti og karrý

Ofnbakaður fiskur í grænmeti og karrý
 

Þessa uppskrift rakst ég á á síðunni hennar Evu Laufeyjar Kjaran. Ég hef tvíkað hana örlítið til svo að hún verði einmitt eins og mér finnst best, það er náttúrulega skemmtilegast þannig.

Eins og þið sjáið þá eru helstu leiðbeiningar hér að ofan, þið sjáið hvað þetta er í raun einfalt. Samt kemur rétturinn út úr ofninum eins og fínasti veislumatur og hentar einmitt vel í matarboð. Sem hefur einmitt verið tilfellið hér á bæ, við buðum stundum í þennan rétt þegar við bjuggum á litlu eyjunni Lovund.

En nóg um það, hér kemur uppskriftin.

HVAÐ
2 epli, rifin
1/2 brokkólíhaus, skorin í blóm
1 rauðlaukur, saxaður fínt til meðalfínt
1 papríka, söxuð meðalfínt
3 stórar gulrætur, skornar í sneiðar
800-1000 g ýsu- eða þorskflök, skorin í stóra bita
1 dós philadelphia rjómaostur (hreinn eða t.d. með papríku eða tómat)
3-4 msk. gott karrí (ég nota karrýið frá RAJAH, Mild Madras Curry Powder og blanda saman við það Hot Madras Curry Powder)
salt og pipar
rifinn ostur (hér kemur upp í hugann enska máltækið: the more the merrier!)

HVERNIG
Hita ofninn í 190°C.

Niðursneitt grænmetið steikt upp úr olíu á pönnu. Hugmyndin er að mýkja það aðeins og ná bragðinu fram. Eftir ca 5 mín. bæta rjómaostinum, karrýinu + salti & pipar út á og hræra saman við grænmetið. Leyfa þessu að malla á pönnunni í 3-5 mín.

Raðið fiskbitunum fallega í eldfast mót, helst þannig að það sé smá bil á milli. Hér finnst mér síðan gott að dreifa smá aukakarrý yfir flökin, bara til að fá meira karrýkraft í lífið! Eða eins og vinur okkar í Thar eyðimerkur-kamelsafaríinu söng:
24 hour full power!
No toilet no shower!
No hurry no worry!
No chicken no curry!
No honey no money!
No wife no life!
What can do in Katmandu?
Takið svo rifnu eplin og dreifið þeim yfir fiskbitana og troðið vel inn á milli til að tryggja að safinn af eplunum komi til með að smjúga inn í fiskinn og hreinlega baki fiskinn upp úr eplasafa.

Skúbba síðan grænmetisrjómasostsblöndunni karrýgulu yfir epli og fisk og dreifa jafnt yfir flötinn. Að lokum strá rifnum osti yfir. Ostamagn fer að sjálfsögðu eftir smekk. Sumir tala um að allt sé gott í hófi. Þá loka ég bara eyrunum og fer að syngja hátt: 24 hours full power! No toilet no shower!

Inní ofn í 30-40 mín. Svo út úr ofni og beint á dekkað og dúkalagt borðið, kertaljósið streymandi upp veggina, heimasaumuðu og straujuðu servétturnar sperrtar eins og tindátar. Servera heitt með t.d. ofnbökuðum, krydduðum kartöflubátum eða grjónum.

Myndin hér að neðan er af matnum tilbúnum. Þar fyrir neðan eru myndir af því þegar ég þessa sömu kvöldstund lét mig dreyma um að standa vörð fyrir utan Amalienborg. Hugsið ykkur að vera real life tindáti! Hvað maður myndi lenda á mörgum ljósmyndum! Oh, my!

Untitled
 
Ásdís í lífvarðasveit Danadrottningar
 
Untitled

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hvar kaupirðu karrýið frá Rajah? Við finnum það hvergi.

ásdís maría sagði...

Við keyptum alltaf Rajah krydd í Hagkaup í Kringlunni. En það eru komin nokkur ár síðan við keyptum Rajah krydd á Íslandi svo kannski að þetta hafi eitthvað breyst.

Mér dettur helst í hug að benda á Asíubúðirnar ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu, búðin við Hlemm eða IndíaSól á Suðurlandsbrautinni (http://www.indiasol.is/krydd).

Það þarf að sjálfsögðu ekki að fara karrýblanda frá Rajah í réttinn, en helst samt að hún sé indversk svo hún sé örugglega góð :)