miðvikudagur, 1. maí 2013

1. maí gangan

Fjör á Snorrabrautinni - nú berst trommusláttur og lúðraþytur inn um gluggann, Öxar við ánna á full blast. Best að drífa sig út í kröfugöngu. Áfram móðir náttúra!
Svona hljóðaði statustinn sem ég setti út á Facebook. Og við létum ekki orðin ein standa, við drifum okkur út í maíkuldann og maíkárann og maíbolann og maíkulið og fylgdumst með göngunni taka á sig form við Hlemm.

Sáum litla bílinn hans Ómars parkeraðann fyrir framan dyrnar okkar og smelltum af.

Lúðrasveitirnar voru í bláum vindjökkum, umhverfissinnar voru í grænum buxum, jökkum, með græna hatta á kollinum eða grænar múffur. Baldur var með grænu húfuna sem ég prjónaði handa honum um árið, ég var með græna fingravettlinga. Sumir voru með rauða fána, aðrir græna. Margir voru með kröfuspjöld; sumir vildu vekja athygli á náttúruauðlindum, aðrir vildu mótæla ESB, enn aðrir kröfðust mannréttinda.

Þegar gangan fór af stað biðum við þangað til við sáum glitta í grænt haf af skiltum og fánum og húfum. Slógumst í för með umhverfisgöngunni sem var sú langstærsta á svæðinu. Gengum þetta í rólegheitunum og hittum á leiðinni nokkrar jógínur sem auðvitað voru í grænu göngunni.

Enduðum á Austurvelli þar sem við hlýddum m.a. á Ómar Ragnarsson. Stungum grænum fánum í beðin fyrir fram Alþingishúsið og slaufuðum 1. maí göngunni með því að syngja nokkra ættjarðarslagara.

Fyrsti maí, man oh man!, hvernig gerðist þetta?
 
Komdu út því að vorið kallar á þig!
 
Bíllinn hans Ómars
 
1. maí gangan að hefjast
 
Grænn á leik
 
Untitled
 
Untitled
 
Félagar
 
Frjáls Palestína
 
Umhverfisgangan - langfjölmennust
 
Untitled
 
Á Laugaveginum
 
Gangan nýhafin
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Grænir fánar fyrir framan Alþingishúsið
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: