Baldur á afmæli í dag! Húrra, húrra, húrra!
Fórum með pabba og Huldu á SNAPS í tilefni þess. Fengum góðan mat, eins og silung, og svo heavy þétta og massíva brownie í dessert. Það er sjaldan sem manni finnst ábætirinn á veitingastöðum bera nafn með rentu.
Baldur er einn af þessum fáu og heppnu einstaklingum sem ég þekki sem alltaf eiga afmæli á sama degi. Afmælið hans ber alltaf upp á sama dag, það er alveg ótrúlegt. Alltaf þann 26. apríl.*
Til hamingju með daginn Balduro mio.
* Einu sinni var ég að spjalla við unga konu og samtalið barst að afmælisdögum. Þegar ég sagði henni að ég ætti afmæli á jóladag varð hún fyrst skrýtin á svip og spurði svo: Ber afmælið þitt ALLTAF upp á jóladag?
* Einu sinni var ég að spjalla við unga konu og samtalið barst að afmælisdögum. Þegar ég sagði henni að ég ætti afmæli á jóladag varð hún fyrst skrýtin á svip og spurði svo: Ber afmælið þitt ALLTAF upp á jóladag?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli