Páskarnir í ár voru fyrstu páskarnir okkar á Íslandi síðan 2010: páskana 2011 vorum við hjá henni Celiu í Anjuna sem vildi ólm fá okkur í messu og 2012 vorum við á Lovund þar sem ekkert tal var um messu.
Ekki svo að skilja að við höfum einhverjar sterkar, séríslenskar páskahefðir, langt í frá. Kannski einmitt þess vegna sem við höfum þrifist víðs fjarri yfir þessar hátíðir án þess að fá of mikla heimþrá.
Með eftirminnilegustu páskunum fyrir mér eru þeir sem við vörðum í Indlandi 2007, þessir með sterka, kristilega ívafinu: nunnunni í rútunni og Praise the Lord peningaseðlinum. Páskarnir í ár voru aftur á móti með annarskonar ívafi: áherslu á sætt mjólkursúkkulaði.
Svo fórum við auðvitað mikið í sund sem er fyrir mér það sem maður gerir yfir páskana. Svo fengum við pabba og Huldu í mat í tex-mex sem hefur hingað til ekki talist til páskahefða.
Og svo var auðvita eitthvað um gult líka. Það verður nú að vera!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli