Það er sumar og sól í Skien.
Ég sit út á svölum, eða flatmaga öllu heldur á rómverska legubekknum, og vinn í tölvunni. Nýt þess að virða fyrir mér nýju desktop myndina sem ég bjó til sjálf í Inkscape. Kokeshi dúkka. Studdist við leiðbeiningar fyrir Inkscape svo hönnunin er ekki mín, en ég er ansi ánægð með útkomuna.
Hitinn á svölunum er 33 gráður og mér er of heitt jafnvel þó ég sitji bara. Þess vegna teygi ég mig reglulega í glas af sítrónuístei með miklum klökum, en þessi drykkur er nýja uppáhaldið mitt.
Annað uppáhald?
Íssamlokur! Var að skoða matarblogg og fékk hugdettu um að búa til mínar eigin íssamlokur. En svo fengust þær út í Coop. Bíð kannski aðeins með að búa til mínar eigin, er með svo margar uppskriftir í handraðanum sem mig langar að prófa.
Innan úr stofu berst röddin hans Ásgeirs Trausta. Ég skiptist á að spila hann og Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar. Þvílíkar plötur! Textar og tónsmíð: snilld, og ég er húkkt.
Hér kemur textinn við lagið Sumarfugl, af plötu Ásgeirs Trausta Dýrð í dauðaþögn.
Fuglinn minn úr fjarska ber
fögnuð vorsins handa mér.
Yfir höfin ægibreið
ævinlega – flýgur rétta leið.
Tyllir sér á græna grein
gott að hvíla lúin bein
ómar söngur hjartahlýr
hlusta ég á – lífsins ævintýr.
Fús ég þakka fuglinn minn
fyrir gleði-boðskapinn
þessa ljúfu tæru tóna - tóna.
Þegar haustar aftur að
af einlægni ég bið um það
að mega syngja sönginn þinn
sumargestur – litli fuglinn minn.
Fús ég þakka fuglinn minn
fyrir gleði-boðskapinn
þessa ljúfu tæru tóna - tóna.
Þú átt athvarf innst í sál
ó að ég kynni fuglamál
skyldi ég lag á lúftgítarinn prjóna.
Höf: Einar Georg Einarsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli