mánudagur, 2. september 2013

Helgarpistillinn

Helgarcollage: 30-31/08/13
 
Þessa helgina:

- Tók Baldur lestina til Osló til að sækja einkaþjálfarabúðir
- Var ég grasekkja í 36 tíma
- Notaði ég tímann sem grasekkja til að kenna hatha jóga tíma fyrir Baldur. Ég æfði líka nokkrar vinyasa flow seríur þar sem ég er farin að kenna vinyasa flow jóga í Elixia. Vúhú!
- Pakkaði ég saman fínu nesti handa Baldri áður en hann hélt til höfuðstaðarins...
- ... af því ég hafði útbúið æðislegt salat úr ofnbökuðu grænmeti og linsum eftir uppskrift sem ég fann í Yoga Journal
-  Lá ég í sólbaði útí septembersólinni og las, nema hvað
- Bakaði ég tebollur! Með rúsínum!
- Horfðum við á myndina Epic, sem ég mæli alveg með. Geggjuð grafíkin!

That's all folks!

Engin ummæli: