föstudagur, 11. október 2013

Franskt sumarsalat

Franskt sumarsalat

Þessa uppskrift rakst ég á í Fréttablaðinu fyrir Guð veit hve mörgum árum. Ég klippti hana út og setti í uppskrifta-úrklippubókina mína og þar hefur hún fengið að dúsa þar til nýverið að ég mundi eftir þessari uppskrift og hafði uppá henni.

Uppskriftin kemur úr franski kokkabók sem leikkonan Vigdís Hrefna deildi með lesendum Fréttablaðsins, og sem ég deili núna hér.

Fyrir þá sem hafa búið í Frakklandi og aðeins komist upp á bragðið með matinn þar þá á þetta salat ekki eftir að valda vonbrigðum. Ekta franskt enda salatið tilbrigði við hið þekkta salade Niçoise sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

HVAÐ
500 g nýjar litlar kartöflur
250 g kirsuberjatómatar
200 g haricot verte baunir
200 g soðnar linsur
stórt búnt af basilíku

Salatdressing:
2 skallottulaukar, fínt saxaðir
3 msk hvítvínsedik
2 msk grófkorna sinnep
Sjávarsalt
Nýmalaður svartur pipar
7 msk ólívuolía

HVERNIG
1. Sjóðið kartöflurnar í hýðinu í 20 mín.
2. Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið eldfast  mót með ólívuolíu og bakið tómatana í 10 mín.
3. Setjið allt sem á að fara í salatdressinguna, nema olíuna, í krukku með loki og hristið vel. Bætið síðan olíunni við og hristið aftur.
4. Skerið kartöflurnar í tvennt, setjið í salatskál og blandið dressingunni saman við.
5. Skellið baununum í sjóðandi vatn í 10 mín. og kælið síðan undir kaldri bunu í 1 mín. Setjið saman við kartöflurnar, túnfiskinn og tómatana.
6. Rífið ferska basilíku yfir og berið fram stax.

Með þessu er afskaplega gott að fá sér nýbakað og brakandi brauð og góðan rjómaost.

Franskt sumarsalat
 
Franskt sumarsalat

Engin ummæli: