mánudagur, 14. október 2013

Helgarpistillinn

Helgarcollage 12.-13. okt. '13

1
Þessa súpu eldaði ég um helgina, hún er algjört megadúndur! Sojabaunir, misó, búlgur, sveppir, næringarger, hýðisgrjón... megadúndur er ekki orðum aukið. Við keyptum um daginn hvítlaukschili paste frá ástralska framleiðandanum Jensen's Choice og því bættum við síðan útí eftir hendinni þegar súpan var komin í diskana. Kraftmikil haustsúpa eins og þær gerast bestar.

2
Við fórum í pikknikk upp að Åletjern á sunnudaginn. Tókum með okkur kakómjólk í flöskum og smurt rúgbrauð. Ef við hefðum ætlað að taka Norðmanninn á þetta hefðum við pakkað appelsínum og Kvikk Lunsj, en við virðumst enn vera undir dönskum áhrifum og því er það rúgbrauð með osti í nesti fyrir okkur.

Við settumst á vatnsbakkann, brettum upp ermar og nutum veðurblíðunnar. Nú erum við hætt að fara út í vatnið og kominn mánuður síðan við tókum síðasta sundsprett. En þá nýtur maður Åletjern frá þurru landi og lætur öndunum vatnið eftir.

Þær eru, btw, vitlausar í brauð.

3
Súkkulaðiterta! Sem var bökuð í gær. Súkkulaðiterta á sunnudegi. Fersk jarðarber og vanilluís. Ég legg ekki meira á  ykkur.

Hér að neðan eru síðan nokkrar myndir úr lautarferðinni í gær. Sjáið bara hvað haustið er fallegt hérna í suður Noregi!

Setið á steini
 
Åletjern
Nesti
 
Åletjern

Engin ummæli: