mánudagur, 30. desember 2013

Jól & afmæli

Þá er maður smám saman að ranka við sér eftir heilög jól. Við létum fara ansi vel um okkur þessi jólin og okkur var helst að finna uppí sófa kúrandi undir teppi þar sem við vorum ýmist að lesa eða horfa á gott sjónvarpsefni (Downton Abbey anyone?).

Á aðfangadag röltum við út í skóg og sóttum okkur greinar í kransinn. Ef maður væri að því heima á klaka fengi maður samviskubit en hér er maður að gera öllum stóran greiða með því að grisja þéttan skóg.

Á meðan við vorum að taka til og útbúa kransinn hlustuðum við á Rás 2 og fengum svolitla heimþrá. Hlustuðum að sjálfsögðu á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin heima. Þá voru komin jól hjá okkur í Noregi.

Á afmælisdaginn minn fórum við út í göngutúr græjuð í nýjustu jólagjafirnar: japanskar dúnúlpur, húfur, vettlinga og undirföt. Blésum upp blöðrur, ég opnaði pakka og fékk góðan mat. Það er svo heppilegt hvernig afmælisdagurinn minn lendir alltaf á frídegi, það er ekki einleikið.

Þrátt fyrir að vera bara tvö í heimili var pakkaflóðið mikið. Mjúku pakkarnir reyndust geyma hnausþykk lúxushandklæði frá húsálfinum. Síðan eru það bækurnar, maður minn. Við sjáum fram á mikla törn við að komast yfir allar bækurnar sem okkur áskotnuðust þessi jólin. Jón Kalman, Sjón, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Guðmundur Andri, Hafiz, Mary Oliver, Elizabeth Gilbert...

Ég er ekkert að flýta mér úr jólagírnum og er enn með Pál Óskar og Móniku á fóninum. Ekkert liggur á. Friður á jörð byrjar með frið í hjarta.

Jólatré
 
Jólatréð í stofu stendur
 
Jólablandið
 
Jólablandið ómissandi, malt og appelsín frá Íslandi
 
Forréttur
 
Forrétturinn: reyktur silungur og fyllt egg
 
Aðalréttur
 
Hnetusteikin
 
Jólamaturinn: Hnetusteik með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og sveppasósu
 
Jólabarn við jólatré
 
Jólabarnið við jólatréð
 
Eftirvænting!
 
Sjáið alla girnilegu pakkana!
 
Jólakertin í kransinum
 
Jólaljósin og grenið græna
 
Jólasöngur englanna
 
Englasöngur í myrkrinu
 
Untitled
 
Kertin standa á grænum greinum
 
Untitled
 
Untitled
 
Jólapakkar!
 
Untitled
 
Untitled
 
Besti pakkinn!

Besti jólapakkinn: Fylltir molar frá Nóa Sírius
 
Flottasti pakkinn!
 
Flottasti pakkinn. Hönnuður: Baldur
 
Eftir alla pakkana...
 
Þegar allir pakkar hafa verið opnaðir er kíkt á facebook
 
Untitled
 
Untitled
 
Grettin
 
Grettinn
 
Í jólagjöfunum á leið í labbitúr
 
Útúrgræjuð í nýju japönsku útivistarfötin
 
Hafiz
 
Afmælispakkar
 
Afmælispakkar á jóladag
 
Kalkúnninn

Jóladagsmatur: Kalkúnn og hvítlauks-parmesan kartöflumús
 
Kalkúnninn
 
Jóladesertinn
 
Jóladesertinn: Daimísterta

Engin ummæli: