föstudagur, 31. janúar 2014
Gulrótakaka
Föstudagsuppskriftin að þessu sinni er gulrótakaka. Þessa bakaði ég fyrir viku á bóndadag og hún sló í gegn. Þétt í sér, vel krydduð, mjúk, djúsí og sæt. Og kremið! Ó, elsku krem.
Það er best að vara við einu. Þessi uppskrift er huge! Ég var eitthvað utan við mig og gleymdi að helminga hana eins og ég hafði ætlað mér. Ég endaði með tvo botna og tíu möffins! Möffinsin fóru inní frysti en kökuna setti ég saman úr botnunum tveimur.
Gulrótakökur eru svolítið vesen í samanburði við aðrar hrærðar kökur því maður þarf að rífa þessar blessuðu gulrætur. Ég get ekki notað rifjárnið á matvinnsluvélinni minni til að auðvelda mér verkið og því geri ég þetta allt handvirkt. En að öðru leyti er þetta ísí písí og afraksturinn er svo innilega vinnunnar virði.
Uppskriftin kemur frá Evu Laufey.
HVAÐ
Í deigið:
4 egg
2 bollar púðursykur
3 bollar rifnar gulrætur
1,5 bolli matarolía
1 tsk vanilla
2 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1 tsk múskat
1 tsk salt
Í kremið:
250 g flórsykur
200 g rjómaostur, við stofuhita
20 g smjör, við stofuhita
1 tsk vanilla
2-3 sítrónudropar (ef vill)
Til skrauts: Valhnetur (ef vill)
HVERNIG
1. Hitið ofninn í 170°C. Skrælið og rífið niður gulræturnar. Smyrjið tvö kringlótt form (20 sm).
2. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er létt og ljós.
3. Bætið við gulrótum, olíu og vanillu.
4. Blandið saman hveiti, matarsóda, kryddi og salti og sigtið út í hræruna. Hrærið þar til allt hefur gengið vel saman.
5. Hellið deiginu í form. Bakið í 30-40 mín. eða þar til kantarnir hafa losnað frá forminu og hnífur, sem stungið er í kökuna, kemur hreinn út.
6. Leyfið kökunni að kólna alveg eftir að hún kemur úr ofninum.
7. Útbúið kremið: blandið öllu saman og hrærið vel saman.
8. Smyrjið kreminu milli botna, ofan á og á hliðarnar. Gaman er að skreyta með hökkuðum valhnetum, sem koma einstaklega vel út með kökunni.
Þessi kaka er betri daginn eftir og því kjörin að baka fyrir afmæli þegar maður þarf að geta forunnið sem mest.
fimmtudagur, 30. janúar 2014
Myndir úr viku 5
Tebollinn sem heilsar í morgunsárið
Skipulögð 2014!
Hvað sagði ég ekki?
Ég ♥ kamínan
Snjókoma á Gulset
Steikt grjón
Yogi mjólk: Lífræn mjólk, lífrænt hunang, túrmerik
Innblástur
Spegilmynd
Mottó ársins 2014!
Ólívur í búðinni
Kvöldmatur: Ofnbakað rótargrænmeti með linsum og timjan
Gjöf frá jógaguttunum hans Baldurs
miðvikudagur, 29. janúar 2014
Birgðatalning 2014
Síðustu helgi réðumst við í birgðatalningu. Rétt eins og verslanir fara yfir birgðastöðu sína um áramót fannst okkur rétt að okkar heimili fengi líka slíka yfirhalningu. Þá var upphaf þorrans okkur líka mikil innspýting því hvað gera bændur á þorranum? Borða matinn sem er við það að renna út!
Mig langar aðeins að segja ykkur frá því hvernig við gerðum þetta ef einhver annar skyldi vilja gera slíkt hið sama. Við tókum fyrir búrskápa og frysti. Tókum eina skúffu/hillu fyrir í einu. Tæmdum hana, þrifum og endurröðuðum (sjá mynd #1). Áður en matvælin fóru aftur á sinn stað skrifuðum við hjá okkur magn og síðasta neysludag, t.d. 2,5 kg hvítar baunir (24.12.15). Svona héldum við áfram þangað til allir búrskápar höfðu verið tæmdir og fylltir aftur, og öll matvæli skráð (sjá mynd #2).
(Fyrir matvælin okkar var þetta svolítið Biblíukennt, í ætt við "skrásetja skyldi alla heimsbyggðina". Engin var þó Ágústus keisari.)
Þegar við höfðum skráð niður allt sem hægt var að skrá fór ég yfir á næsta skref sem var að renna skærbleikum yfirstrikunarpenna yfir matvæli sem ýmist voru þegar útrunnin eða með síðasta neysludag einhvern tímann á fyrri part þessa árs (01.01.14-30.06.14). Útrunnar vörur fengu tvö til fjögur upphrópunarmerki skeytt aftan við sig, allt eftir alvarleika málsins (!!!). Síðan tók ég annan lit (skærgrænan) og strikaði yfir matvæli sem höfðu síðasta neysludag á síðari helming þessa árs (01.07.14.-31.12.14) (sjá mynd #3).
Eftir þessum yfirstrikunum vann ég síðan heildarlista sem hafði að geyma yfirlit yfir þau matvæli sem eru næst því að renna út og sem liggur mest á að koma í matreiðslu (sjá mynd #4). Skipti listanum í tvennt, fyrri part og seinni part árs, klippti út og límdi á ísskápinn (sjá mynd #6). Héðan í frá getum við síðan skipulagt máltíðir og eldað eftir þessum listum til að tryggja að maturinn okkar renni ekki út.
Lokastigið var einmitt það: að rita niður hugmyndir að máltíðum sem hægt er að elda úr matvælunum á fyrri listanum (sjá mynd #5). Þannig lítur út fyrir að við nærumst á bygggrauti, hummus, chia grauti, kínóasalati og adukibaunabuffum á næstu mánuðum. Við þreyjum í það minnsta þorrann.
Hér eru framkvæmdastigin í einföldum skrefum:
Efst á listanum hjá okkur eru adukibaunir og kínóa. Best að fara að finna & pinna uppskriftir!
Mig langar aðeins að segja ykkur frá því hvernig við gerðum þetta ef einhver annar skyldi vilja gera slíkt hið sama. Við tókum fyrir búrskápa og frysti. Tókum eina skúffu/hillu fyrir í einu. Tæmdum hana, þrifum og endurröðuðum (sjá mynd #1). Áður en matvælin fóru aftur á sinn stað skrifuðum við hjá okkur magn og síðasta neysludag, t.d. 2,5 kg hvítar baunir (24.12.15). Svona héldum við áfram þangað til allir búrskápar höfðu verið tæmdir og fylltir aftur, og öll matvæli skráð (sjá mynd #2).
(Fyrir matvælin okkar var þetta svolítið Biblíukennt, í ætt við "skrásetja skyldi alla heimsbyggðina". Engin var þó Ágústus keisari.)
Þegar við höfðum skráð niður allt sem hægt var að skrá fór ég yfir á næsta skref sem var að renna skærbleikum yfirstrikunarpenna yfir matvæli sem ýmist voru þegar útrunnin eða með síðasta neysludag einhvern tímann á fyrri part þessa árs (01.01.14-30.06.14). Útrunnar vörur fengu tvö til fjögur upphrópunarmerki skeytt aftan við sig, allt eftir alvarleika málsins (!!!). Síðan tók ég annan lit (skærgrænan) og strikaði yfir matvæli sem höfðu síðasta neysludag á síðari helming þessa árs (01.07.14.-31.12.14) (sjá mynd #3).
Eftir þessum yfirstrikunum vann ég síðan heildarlista sem hafði að geyma yfirlit yfir þau matvæli sem eru næst því að renna út og sem liggur mest á að koma í matreiðslu (sjá mynd #4). Skipti listanum í tvennt, fyrri part og seinni part árs, klippti út og límdi á ísskápinn (sjá mynd #6). Héðan í frá getum við síðan skipulagt máltíðir og eldað eftir þessum listum til að tryggja að maturinn okkar renni ekki út.
Lokastigið var einmitt það: að rita niður hugmyndir að máltíðum sem hægt er að elda úr matvælunum á fyrri listanum (sjá mynd #5). Þannig lítur út fyrir að við nærumst á bygggrauti, hummus, chia grauti, kínóasalati og adukibaunabuffum á næstu mánuðum. Við þreyjum í það minnsta þorrann.
Hér eru framkvæmdastigin í einföldum skrefum:
- Telja birgðir: Skrá niður magn matvæla og síðasta neysludag.
- Merkja við: Merkja sérstaklega við þau matvæli sem renna út 2014, gott að nota tvo liti fyrir fyrri og seinni helming ársins.
- Skrifa lista: Skrifa upp lista af matvælum sem renna út fyrri part árs (listi 1) og annan fyrir þau sem renna út seinni part árs (listi 2).
- Brainstorma máltíðir: Hugsa upp allt sem hægt er að elda úr þeim matvælum sem eru á fyrri lista (þeim sem eru næst því að renna út). Lista hugmyndir á blað (listi 3).
- Hengja upp: Setja alla þrjá listana upp þar sem auðvelt er að sjá þá, t.d. á ísskápinn.
Efst á listanum hjá okkur eru adukibaunir og kínóa. Best að fara að finna & pinna uppskriftir!
MYND #1
mánudagur, 27. janúar 2014
Helgarpistillinn
Þá er fjórða helgi ársins liðin og hún var ekkert slor. Borðuðum gulrótaköku!
Föstudagur
Bóndadagur! Man aldrei eftir þessum degi en sem betur fer er Baldur jafngleyminn á þennan dag og ég. Því var það svo að þegar ég loks fattaði hvaða dagur var (takk facebook!) gat ég komið honum alveg á óvart. Eldaði uppáhaldsmatinn hans (mexíkóskt lasanja) og bakaði tveggja hæða gulrótaköku sem minnti helst á þessa sem maður fær á Garðinum.
Borðuðum gulrótaköku, ójá.
Laugardagur
Við vorum svakalega dugleg og innblásinn af þorranum því við gerðum okkur lítið fyrir og tókum birgðatalningu í eldhúsinu. Það er náttúrulega alveg í anda þorrans að hreinsa út úr búrinu sínu og það ætlum við einmitt að gera. Reyndar ekki slátrið, skyrið eða mysuna, heldur svona hvítu baunirnar, rauðu, grænu og brúnu linsurnar, byggið og kínóað.
Borðuðum gulrótaköku, jájá.
Sunnudagur
Við kveiktum upp í kamínunni á sunnudaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að það er gaman að segja frá því. Við horfðum líka á nýja þáttinn á RÚV, Orðbragð, og höfðum virkilega gaman af. Séstaklega var skemmtilegt að hlusta á Matta Matt syngja Nínu afturábak!
Ég kenndi líka jóga seinnipartinn og í sveimandi Indlandsskýi elduðum við okkur parönthur í kvöldmat. Hlustuðum á möntrur og tókum smá kirtan á teppinu. Sungum hjörtun okkar hás. Hér er uppáhaldsmöntrulistinn okkar á youtube fyrir áhugasama.
Borðuðum gulrótaköku.
Föstudagur
Bóndadagur! Man aldrei eftir þessum degi en sem betur fer er Baldur jafngleyminn á þennan dag og ég. Því var það svo að þegar ég loks fattaði hvaða dagur var (takk facebook!) gat ég komið honum alveg á óvart. Eldaði uppáhaldsmatinn hans (mexíkóskt lasanja) og bakaði tveggja hæða gulrótaköku sem minnti helst á þessa sem maður fær á Garðinum.
Borðuðum gulrótaköku, ójá.
Laugardagur
Við vorum svakalega dugleg og innblásinn af þorranum því við gerðum okkur lítið fyrir og tókum birgðatalningu í eldhúsinu. Það er náttúrulega alveg í anda þorrans að hreinsa út úr búrinu sínu og það ætlum við einmitt að gera. Reyndar ekki slátrið, skyrið eða mysuna, heldur svona hvítu baunirnar, rauðu, grænu og brúnu linsurnar, byggið og kínóað.
Borðuðum gulrótaköku, jájá.
Sunnudagur
Við kveiktum upp í kamínunni á sunnudaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að það er gaman að segja frá því. Við horfðum líka á nýja þáttinn á RÚV, Orðbragð, og höfðum virkilega gaman af. Séstaklega var skemmtilegt að hlusta á Matta Matt syngja Nínu afturábak!
Ég kenndi líka jóga seinnipartinn og í sveimandi Indlandsskýi elduðum við okkur parönthur í kvöldmat. Hlustuðum á möntrur og tókum smá kirtan á teppinu. Sungum hjörtun okkar hás. Hér er uppáhaldsmöntrulistinn okkar á youtube fyrir áhugasama.
Borðuðum gulrótaköku.
föstudagur, 24. janúar 2014
Eplakaka
Gleðilegan bóndadag! Hvernig væri að nú að baka fyrir bóndann?
Ég bakaði eplaköku fyrr í vikunni. Þegar snjóar og kalt er í veðri kallar dagurinn hreinlega á eplaköku. Sem betur fer nema eyru mín þetta mjúka ákall.
Þessi uppskrift er mjög einföld og þægileg og útkoman er ægilega gómsæt. Mjúk kaka með góðu kanilbragði. Mmm...
Uppskriftin kemur frá vinkonu minni Salome.
HVAÐ
90 gr sykur
80 gr smjör, við stofuhita
1 egg
175 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
½ bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
1-2 epli
Kanilsykur
HVERNIG
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Hrærið saman smjör og sykur.
3. Hrærið eggið út í og hrærið vel saman.
4. Blandið hveiti, salti og lyftidufti saman og bætið út í í smá skömmtum, til skiptist við mjólkina og vanilludropana.
5. Hellið deiginu í vel smurt form.
6. Afhýðið eplin, skerið í skífur og raðið snyrtilega ofan á deigið. Stráið kanilsykri yfir.
7. Bakið neðarlega í ofninum í 40-50 mín. eða þangað til kantar eru farnir að losna frá forminu og hnífur, sem stungið er í, kemur hreinn út.
Eplakakan er best heit úr ofninum, með vanilluís eða smá slettu af þeyttum rjóma.
miðvikudagur, 22. janúar 2014
Rjómakaramellur
Fyrir jólin pantaði ég sælgætishitamæli af netinu því mig hefur lengi langað að prófa að búa til karamellur. Síðast þegar ég bjó til karamellur, sem var fyrir áratug því við bjuggum á Digranesveginum þá, kom út úr því hörð karamella eins og í Daim. Sem er ekki svo slæmt í mínum bókum, en mig langaði að prófa að búa til mjúkar karamellur og öruggasta leiðin til þess er að nota hitamæli.
Það er í rauninni afskaplega auðvelt að búa til karamellur, en mér fannst svolítið stressandi að standa yfir kraumandi pottinum og bíða eftir að karamellan næði réttu hitastigi. Það tók miklu lengri tíma en ég hélt og það var meira en að segja það að ætla sér að sjá nákvæmt hitastig á mælinum.
Þessar karamellur eru þó biðarinnar virði. Vá! Bestu karamellur sem ég hef smakkað, hands down.
Uppskriftina fann ég á síðunni Joy of Baking. Hér eru nokkrar ráðleggingar frá Stephanie: Notið viðarsleif til að hræra með, sjóðið karamelluna í þykkbotna potti og notið hitamæli.
Þessar karamellur eru þó biðarinnar virði. Vá! Bestu karamellur sem ég hef smakkað, hands down.
Uppskriftina fann ég á síðunni Joy of Baking. Hér eru nokkrar ráðleggingar frá Stephanie: Notið viðarsleif til að hræra með, sjóðið karamelluna í þykkbotna potti og notið hitamæli.
Áður en við hefjumst handa: Það er mjög mikilvægt er að hræra stöðugt í rjóma-sykurblöndinni fram að suðu til að tryggja að sykurinn bráðni alveg. Ellegar getur karamellan orðið kornótt. Í staðinn fyrir að hræra í blöndunni má mjúklega hreyfa pottinn á hellunni þannig að blandan fari af stað. Svo er ráð að þerra burt sykurinn sem slettist upp á hliðar pottsins með hitaþolnum bursta (dýfa honum í heitt vatn fyrst).
HVAÐ
360 ml rjómi
200 g sykur
140 g ljós púðursykur
80 ml ljóst síróp
1,5 tsk vanilludropar
1,5 tsk salt
13 g smjör (1 msk)
360 ml rjómi
200 g sykur
140 g ljós púðursykur
80 ml ljóst síróp
1,5 tsk vanilludropar
1,5 tsk salt
13 g smjör (1 msk)
HVERNIG
1. Takið fram 20x20 sm form, klæðið með álpappír og smyrjið pappírinn með smjöri.
2. Takið fram rúmgóðan og þykkbotna pott (passið að hafa hann nægilega háan því blandan á eftir að freyða upp við suðu og haldast þannig þar til æskilegu hitastigi er náð). Hafið helluna undir á miðlungshita. Setjið saman rjómann, sykurinn og sírópið, hrærið vel.
3. Látið suðu koma upp og hrærið fram að því stöðugt í blöndunni með viðarsleif.
4. Þegar suðan kemur upp þerrið hliðar pottsins með vatnsbleyttum bursta og skellið hitamælinum ofan í pottinn. Passið að hann snerti ekki botn pottsins. Ekki hræra í blöndunni með sleifinni héðan af.
5. Sjóðið karamelluna á miðlungshita þar til karamellan hefur náð 121°C (eða 124°C fyrir harðari karamellu). Þetta tekur svolítinn tíma (ca 20 mín.). Hreyfið af og til pottinn þannig að blandan fari í rólega hringi í pottinum.
6. Þegar réttu hitistigi er náð takið þá pottinn af hellunni og bætið strax út í vanillu, salti og smjöri. Hrærið saman.
7. Hellið karamellunni í formið og leyfið henni að kólna þar til hún hefur stífnað (allavega 2 tímar).
8. Takið fram beittan hníf eða pizzahjól og skerið karamelluna í ferninga, ferhyrninga eða sívalninga. Vefjið hverri karamellu í bökunarpappír svo hún geymist betur (annars verður hún fyrr kornótt).
9. Geymið í loftþéttum umbúðum inní ísskáp í allt að viku.
Nú þarf maður ekki að kaupa sér Mackintosh dós fyrir næstu jól. Maður býr bara til besta molann sjálfur!
1. Takið fram 20x20 sm form, klæðið með álpappír og smyrjið pappírinn með smjöri.
2. Takið fram rúmgóðan og þykkbotna pott (passið að hafa hann nægilega háan því blandan á eftir að freyða upp við suðu og haldast þannig þar til æskilegu hitastigi er náð). Hafið helluna undir á miðlungshita. Setjið saman rjómann, sykurinn og sírópið, hrærið vel.
3. Látið suðu koma upp og hrærið fram að því stöðugt í blöndunni með viðarsleif.
4. Þegar suðan kemur upp þerrið hliðar pottsins með vatnsbleyttum bursta og skellið hitamælinum ofan í pottinn. Passið að hann snerti ekki botn pottsins. Ekki hræra í blöndunni með sleifinni héðan af.
5. Sjóðið karamelluna á miðlungshita þar til karamellan hefur náð 121°C (eða 124°C fyrir harðari karamellu). Þetta tekur svolítinn tíma (ca 20 mín.). Hreyfið af og til pottinn þannig að blandan fari í rólega hringi í pottinum.
6. Þegar réttu hitistigi er náð takið þá pottinn af hellunni og bætið strax út í vanillu, salti og smjöri. Hrærið saman.
7. Hellið karamellunni í formið og leyfið henni að kólna þar til hún hefur stífnað (allavega 2 tímar).
8. Takið fram beittan hníf eða pizzahjól og skerið karamelluna í ferninga, ferhyrninga eða sívalninga. Vefjið hverri karamellu í bökunarpappír svo hún geymist betur (annars verður hún fyrr kornótt).
9. Geymið í loftþéttum umbúðum inní ísskáp í allt að viku.
Nú þarf maður ekki að kaupa sér Mackintosh dós fyrir næstu jól. Maður býr bara til besta molann sjálfur!
þriðjudagur, 21. janúar 2014
Dagur í lífi: Janúar
Pjakkar renna sér niður brekkuna við Stigeråsen skóla
Trjágöng í Gulset
Trjágreinar og vetrarhiminn
Baldur í göngutúr
Snjór á stiga á húsi
Göngin undir Gulsetringen
Banani í göngutúr
Sænsku húsin (sem við köllum alltaf bresku húsin)
Þessa dagana höfum við snjó, en á milli er það slabb (n. slaps)
Snjór í sköflum
Síld í krukkum
Miðdegissnarl
Eplakaka á leið í ofninn
Eplakakan komin úr ofni og ofan í maga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)