Föstudagur
Bóndadagur! Man aldrei eftir þessum degi en sem betur fer er Baldur jafngleyminn á þennan dag og ég. Því var það svo að þegar ég loks fattaði hvaða dagur var (takk facebook!) gat ég komið honum alveg á óvart. Eldaði uppáhaldsmatinn hans (mexíkóskt lasanja) og bakaði tveggja hæða gulrótaköku sem minnti helst á þessa sem maður fær á Garðinum.
Borðuðum gulrótaköku, ójá.
Laugardagur
Við vorum svakalega dugleg og innblásinn af þorranum því við gerðum okkur lítið fyrir og tókum birgðatalningu í eldhúsinu. Það er náttúrulega alveg í anda þorrans að hreinsa út úr búrinu sínu og það ætlum við einmitt að gera. Reyndar ekki slátrið, skyrið eða mysuna, heldur svona hvítu baunirnar, rauðu, grænu og brúnu linsurnar, byggið og kínóað.
Borðuðum gulrótaköku, jájá.
Sunnudagur
Við kveiktum upp í kamínunni á sunnudaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að það er gaman að segja frá því. Við horfðum líka á nýja þáttinn á RÚV, Orðbragð, og höfðum virkilega gaman af. Séstaklega var skemmtilegt að hlusta á Matta Matt syngja Nínu afturábak!
Ég kenndi líka jóga seinnipartinn og í sveimandi Indlandsskýi elduðum við okkur parönthur í kvöldmat. Hlustuðum á möntrur og tókum smá kirtan á teppinu. Sungum hjörtun okkar hás. Hér er uppáhaldsmöntrulistinn okkar á youtube fyrir áhugasama.
Borðuðum gulrótaköku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli