Páskadagur og við fórum í smá leiðangur. Klöngruðumst upp þröngan stiga í háum turni til að sjá yfir sveitir Bretaníu. Rúntuðum meðfram strandlengjunni. Mikil fjara, við hurfum frá fyrri plönum um að fara í sjóinn.
Keyrðum í gegnum bæinn Cancale þar sem allt var pakkað af ferðamönnum í leit að krækling. Páskadagur og allt opið! Og Belgar allsstaðar.
Tóku síðan stefnuna á Dinan og lögðum bílnum þar. Gengum upp að L'Abbaye Saint Magloire de Léhon (gamalt munkaklaustur í miðaldabænum Léhon) og smökkuðum á jurtunum sem uxu í klausturgarðinum.
Skoðuðum síðan miðaldabæinn Dinan eftir það. Upp upp upp þangað til við komum í miðbæinn. Þröngar, brattar og steinilagðar götur. Sumir drógu barnavagn upp brattan og þurftu á smá hvatningu að halda.
Myndir frá deginum:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli