Í gær voru það hallir Frakklands sem við tókum fyrir. Heimsóttum tvær: Château de Chambord og Château de Chaumont.
Sú fyrri er stærsta höllin í Leirádalnum og var reist sem veiðikofi fyrir François I.
Veiðikofi! Þessi líka risakastali! Við fórum ekki inn heldur létum okkur nægja að ganga um grundirnar og borða hádegismat í nágrenninu.
Sú seinni er algjör Þyrnirósarhöll, beint úr miðaldarævintýri. Catherine de Medici bjó í höllinni um tíma og bauð þangað þekktum stjörnufræðingum, þeirra á meðal Nostradamus. Hugsa sér, ég hef gengið um sömu gólf og Nostradamus!
Þessar tvær hallir eru bara toppurinn á ísjakanum, það sér ekki högg á vatni þó maður hafi þær tvær undir beltinu. Það eru hátt í 50 hallir í Val de Loire.
Við erum í dal hallanna, það er ekkert vafamál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli