Þó síðasti dagur septembermánaðar sé runninn upp lætur haustið enn eftir sér bíða. Veðrið og gróðurinn eru enn í síðsumargír.
Þetta síðsumar í Telemark er geisilega fallegt. Dagarnir eru flestir heiðskírir og lokka mann út. Nú þegar við erum komin á bíl höfum við uppgötvað að síðsumarið er líka fallegt í héruðunum í kring.
Við rúntuðum um Vestfold í gær og skoðuðum náttúruna með sínum trjám og ám. Stoppuðum líka stutt í Tønsberg og röltum um bryggjuna. Þar lá knörr við landfestar sem við skoðuðum forvitnum augum.
þriðjudagur, 30. september 2014
þriðjudagur, 23. september 2014
Epli og kartöflur frá bóndanum í Gvarv
Við fórum í bíltúr til Bø í gær. Á leiðinni áðum við hjá eplabónda í Gvarv sem selur epli og eplamost auk ýmssa tegunda kartafla.
Eftir að hafa smakkað ólíkar gerðir af eplum og prófað ólíka safa keyptum við tíu kílóa sekk af flottum kartöflum, einn kassa af eplum og tvær fernur af besta eplasafanum.
sunnudagur, 21. september 2014
Kragerø
Ásgeir vinur okkar kíkti í heimsókn til okkar í nokkra daga og saman fórum við að skoða Kragerø, sumardvalastað sem margir Norðmenn heimsækja í fríinu sínu.
Að vísu var ekki mikið sumarveður í lofti, og allir innlendir ferðamenn löngu farnir heim, en við höfðu engu að síður gaman af að ganga um bæinn og ímynda okkur hann fullan af sumarklæddu fólki með ís í hönd.
Timburhúsin eru skemmtilega litrík og nálægðin við sjó og höfn færir bænum enn frekari sjarma.
Að vísu var ekki mikið sumarveður í lofti, og allir innlendir ferðamenn löngu farnir heim, en við höfðu engu að síður gaman af að ganga um bæinn og ímynda okkur hann fullan af sumarklæddu fólki með ís í hönd.
Timburhúsin eru skemmtilega litrík og nálægðin við sjó og höfn færir bænum enn frekari sjarma.
föstudagur, 19. september 2014
Fréttir mánaðarins
Við erum flutt og í gær keyptum við okkur bíl!
Gerd leigusalinn okkar er flutt aftur til Skien og því gerðum við okkur lítið fyrir og fluttum í lok ágúst í íbúð nágrannakonu okkar! Sem er í sömu blokk að sjálfsögðu, og í þokkaót á sömu hæð. Það eina sem við þurftum að gera var að skottast yfir stigapallinn með flíkurnar á herðatrjám, diskana og glösin í höndunum og rogast með nokkra kassa og voila! Við vorum flutt.
Og svo þurftum við reyndar að mála. Það sá Baldur hins vegar alveg um og fórst það verk vel úr hendi.
Og bílinn er franskur Renaut Megan Scenic. Maður situr hátt jafn hátt í honum og í smájeppa, hann er sjálfskiptur með aksturstölvu, hólfum út um allt og cruise control. Við erum mjög lukkuleg með gripinn og höfum ákveðið að nefna hann Steinrík eftir frænda sínum í Frakklandi.
Gerd leigusalinn okkar er flutt aftur til Skien og því gerðum við okkur lítið fyrir og fluttum í lok ágúst í íbúð nágrannakonu okkar! Sem er í sömu blokk að sjálfsögðu, og í þokkaót á sömu hæð. Það eina sem við þurftum að gera var að skottast yfir stigapallinn með flíkurnar á herðatrjám, diskana og glösin í höndunum og rogast með nokkra kassa og voila! Við vorum flutt.
Og svo þurftum við reyndar að mála. Það sá Baldur hins vegar alveg um og fórst það verk vel úr hendi.
Og bílinn er franskur Renaut Megan Scenic. Maður situr hátt jafn hátt í honum og í smájeppa, hann er sjálfskiptur með aksturstölvu, hólfum út um allt og cruise control. Við erum mjög lukkuleg með gripinn og höfum ákveðið að nefna hann Steinrík eftir frænda sínum í Frakklandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)