föstudagur, 19. október 2001

Í dag byrjar helgarfrí jibbí! Það átti að vera fótadagur í dag en ég og Biggi ákváðum að krydda hann svolítið með því að príla upp á Keili. Okkur varð nú ekki kápan úr því klæðinu þrátt fyrir góða gönguskó og djarfan hug. Það var nefnilega svo mikil þoka á leiðinni að við sáum aldrei skiltið sem vísar á hólinn, þannig að við héldum bara áfram alla leið til KEF. Þar sagði Biggi að hægt væri að finna undur, þegar ég kom að undrinu þá hét það Langbest og reyndist nú standa nokkuð vel undir nafni því þar var dýrindis matur. Biggi splæsti.

Eftir að hafa troðið út belginn var ferðinni heitið til Elfars föður Ásdísar í pizzu, ég var nú reyndar ekki orðinn svangur aftur en pizzan féll vel í kramið þar sem maður getur alltaf á sig blómum bætt. Eftir að hafa torgað öllum þessum mat stungu þeir Andri og Elfar upp á því að leigð yrði spóla. Við Ásdís höfðum nú ekkert á móti einni ræmu og horfðum á Enemy at the gates sem reyndist vera bráðfín stríðsmynd. Nú er myndin búin og ég dauðsyfjaður, gúnatt.

Engin ummæli: