sunnudagur, 24. mars 2002

Ísöld

Í gær vorum við plötuðu af Andra brósa til að fara í bíó að sjá myndina Ísöld. Við vorum að pæla í myndum eins og Gosford Park, In the Bedroom eða A Beautiful Mind en fórum þess í stað að sjá Ísaldarmyndina sem er alveg ágætisskemmtun.

Andri vildi endilega fara að sjá þessa mynd þar sem honum fannst trailerinn svo fyndinn og tókst að sannfæra mig um ágæti hennar með því að tala um krúttlegan íkorna. Ég er alveg veik fyrir öllu krúttlegu og auðvitað varð ég að fara. Íkorninn var meira svona "ég-er-rosaleg-vitlaus" rottuíkorni heldur en "ég-er-rosalegt-kríli" íkorni. En hann fékk mig til að hlæja dátt, það skiptir máli.