mánudagur, 29. apríl 2002

Afmæliskaffi

Í gær var haldið upp á afmælið mitt með alveg hreint svakalegum stæl. Ég hefði nú aldrei náð að hafa svona fínt kaffiboð ef Ásdís væri enn í prófum en þar sem hún er búin í prófum þá voru trilljón sortir af kökum og veitingum sem hurfu barasta af borðinu og það var sko ekki af því að það væri lítið til. Ásdís er einfaldlega snillingur í eldhúsinu, takk fyrir mig Ásdis.

Fyrstu gestirnir á svæðið voru mín ástkæru folöld og á eftir þeim fylgdi kjarninn af vinahópnum. Stella og Kristján gáfu mér tvo diska einn með Leonard Cohen og annan sem er í raun breiðskífa af grænu gerðinni, nefnilega frisbídiskur :) Vonandi finn ég einhvern skjólgóðan æfingastað í sumar því ég ætla sannarlega að verða frisbífrík!

Til að gera langa sögu stutta þá var gærdagurinn alveg hreint frábær og mig langar að þakka ykkur öllum fyrir að hafa notið hans með mér.