þriðjudagur, 14. maí 2002

Ég vil koma því á framfæri að stóllinn sem Kisa vinnur við að skemma er kominn aftur á sinn stað, það er nefnilega svo voðalega notalegt að hafa svona stól til að hlamma sér í með góða bók. En að allt, allt öðru.

Við pabbi hlupum í dag þar sem sjúkraþjálfarinn sagði mér að prófa það, þetta var gríðarlega hressandi og góður hringur sem við fórum og ekkert meira viðeigandi en að liggja lengi í pottinum eftir átökin. Annars geri ég nú ekki mikið annað en að syngja þessa dagana sunnudagskvöld, mánudagskvöld og þriðjudagskvöld = kóræfingar og svo tónleikar á fimmtudagskvöld sem kostar 1000 kr inn á nema fyrir ellilífeyrisþega kostar 500 kr. Ég held að herlegheitin byrji klukkan 20:00 en ég fæ það staðfest núna á eftir.

Engin ummæli: