Í gær fórum við Ásdís í fyrsta afmælispartý ársins. Það var haldið á Borginni og var afmælisbarnið Stella amma. Mætingin var góð, stemninging var góð og síðast en ekki síst voru snitturnar góðar.
Nú er ég staddur upp í skóla og ákvað að kíkja aðeins á vanræktu bloggsíðuna þar sem ég komst ekki í tímann sem ég á að vera í. Hvers vegna komst ég ekki? Það var einfaldlega ekki pláss í stofunni, en það á eftir að fækka í hópnum hvort sem er þannig að þetta er í orden. Af fenginni reynslu eru margir af fyrirlestrunum settir í of litlar stofur þar sem reglan er sú að færri sitja áfangana en skrá sig.