miðvikudagur, 29. október 2003

Lyftingar og skóli, það er lífið

Var að koma úr Reikningshaldstíma og ákvað að droppa inn smá færslu. Allt er gott af okkur að segja. Lyftingar og skóli ganga samkvæmt áætlun. Í kvöld ætlum við í bíó. Ég veit ekki hvaða mynd við ætlum að sjá.Við fengum boðsmiða svo það er best að skella sér.

Það er kominn vetur og líklega er best að ég fari og kaupi sköfu fyrir bílinn. Ekki ætla ég að fjölyrða meira um hvunndaginn, hann rokkar ágætlega óstuddur og án málalenginga. Ég kýs að ganga út í hann, svangur (það stendur til bóta) en bjartsýnn.