fimmtudagur, 17. júní 2004

Gleðilega þjóðhátíð!

Veðrið er vægasta sagt geeeegggjjaaað núna, heiðskír himin og sólskin. Ég man ekki eftir öðrum eins 17. júní. Nú er bara að vona að það endist eitthvað út daginn. Þessi 17. júní skal nefnilega vera tekinn með trompi.

Ég er búin að strauja tvær skyrtur, buxur og sumarkápuna mína og nú er bara að ákveða í hverju ég ætla að vera. Nú má ég ekki vera að þessu því við þurfum að fara að leggja af stað eftir tæpa klukkustund og Baldur liggur enn upp í rúmi, hann sagði við mig: Ég ætla að liggja aðeins lengur, ég er að hugsa! Góður þessi.

Til hamingju með daginn Íslendingar!

Engin ummæli: