Gærdagurinn var einstaklega ánægjulegur fyrir okkur skötuhjú. Við undirrituðum leigusamning fyrir íbúð í Kaupmannahöfn og sendum hann af stað, greiddum fyrirframleigu og tryggingar og keyptum flugmiðana til Danaveldis.
Við fljúgum út þann 1. ágúst sem er vel að merkja frídagur verslunarmanna og það sem meira er, dagurinn rennur upp eftir rétt rúmar þrjár vikur! Það mætti ljúga því að mér að nú væri rétti tíminn fyrir panik þar sem heilt fjall af verkefnum stendur frammi fyrir okkur.
Ég get þó huggað mig við að gærdagurinn var líka ánægjulegur kassalega séð þar sem við erum nú búin að pakka niður í átta kassa. Ætli ég hendi ekki einhverju í kassa 9 og 10 núna svo gátlistinn fari eitthvað að styttast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli