þriðjudagur, 19. júlí 2005

Bloggað í húmi nætur

Ekki hefur mikið verið bloggað að undanförnu þó ýmislegt hafi verið brallað enda eru blogg og brall sitthvor hluturinn. Undanfarið höfum við stússað mikið í kringum flutningana til Danmerkur og erum við núna að reka smiðshöggið á það sem fer í gám á eftir.

Á sunnudaginn bauð Pétur afi okkur í mat og svignaði borðið undan indverskum kræsingum. Í þann mund sem matmálum lauk bar froska þá er við net eru kenndir að garði og var mikil gleði á bænum. Þó nokkrir hrekkir voru viðhafðir og eru upptök þeirra með öllu ókunn þó svo að máltækið, ungur nemur - gamall temur, þyki varpa ljósi á atburði kvöldsins.

Engin ummæli: