Baldur kitlaði mig í gær, sem ég vissi að hann myndi gera, svo ég var tilbúin með minn lista áður en hann náði að klára sinn, harhar.
7 hlutir sem ég ætla að gera:
1. Eignast stóra fjölskyldu
2. Stunda sjálfboðastörf nær og fjær
3. Læra að spila á hljóðfæri, næstum hvaða hljóðfæri sem er
4. Heimsækja allar heimsálfurnar fyrir utan Suðurskautslandið
5. Klára doktorspróf,vera með eigin rekstur og/eða skrifa bók
6. Verða jógagúrú
7. Koma höndum yfir æskuepli Iðunnar
7 hlutir sem ég get gert:
1. Rétt svo snert nefið með tungubroddinum
2. Grátið yfir kvikmyndum
3. Lesið bók á dag (það kemur skapinu í lag)
4. Flækt fótunum í kleinu
5. Setið tæpa mínútu í lótusnum
6. Gert heimili mitt kósý með kertum og kökubakstri
7. Prjónað (með dyggri hjálp mömmu)
7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. Nagað á mér neglurnar
2. Hlaupið mér til heilsubótar
3. Farðað mig
4. Verið ófeimin
5. Verið jákvæð í garð lýsis
6. Munað brandara
7. Verið fölsk
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Skopskyn
2. Augun
3. Hjartahlýja
4. Sjálfsöryggi
5. Lífsgleði
6. Snyrtimennska
7. Líkamshreysti
7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Jude Law
2. Gael García Bernal
3. Takeshi Kaneshiro
4. Sidede Onyulo
5. Brad Pitt
6. George Clooney
7. Johnny Depp
7 orð/setningar sem ég segi oft:
1. Snútt
2. Snúffi
3. Mmm
4. En fyndið
5. You better believe it!
6. Djédjað
7. Hvað á ég að fá mér að borða?
Sjö hlutir sem ég sé núna:
1. The Sri Chinmoy Bhajan Singers Sing geisladiskinn
2. Atrix intesive handcreme käsivoide handáburðinn
3. Reykskynjara
4. Baldur
5. Skærgula eyrnatappa
6. Innleggsnótuna sem Baldur gaf mér í fyrra upp á ótakmarkað fótanudd
7. Tóman Kingfisher bauk (De små grå) frá natur-slik
Það er ekki sénsinn bensinn að ég getið kitlað sjö aðra sem ekki hafa þegar verið kitlaðir svo ég kitla bara tvo: Kristján og Elínu.
3 ummæli:
käsivoide þýðir handkrem á finnsku ;-)
Ein geðveikt pirrandi alltaf að ybba gogg!
Jahá, alltaf lærir maður eitthvað nýtt ;)
Ég er búinn að sjá kitlið...
Skrifa ummæli