mánudagur, 30. janúar 2006

Af samkvæmislífi Hafnarstúdenta

Í gær yfirgáfum við Sjáland enn á ný ásamt helgargestinum. Að þessu sinni var ferðinni heitið út á Amager að heimsækja froskaheimilið og var sem endranær glatt á hjalla. Á meðan á heimsókninni stóð náðist þessi líka frábæra mynd af okkur félögunum.

Að lokinni skemmtilegri heimsókn og nokkurri tedrykkju var kominn tími á kaffiboð annars staðar í bænum, hjá Einari og Margréti. Kaffiboðið var í raun nokkurs konar upphitunarpartí fyrir kvöldið því hópurinn sem mættur var átti pantað borð á veitingastaðnum Italiano sem staðsettur er milli Jórukleifar og Jómfrúarkirkju. Góður matur, mikið fjör og öll þjónusta á ítölsku.

Nú er Heiddi farinn í lest til Uppsala á vit örlaganna og auðvitað sambýlismanns síns. Við erum að hugsa um að elta hann þangað en ætli við gefum honum ekki svona tveggja til þriggja mánaða forskot. Annars er aldrei að vita, við erum óútreiknanleg.

Engin ummæli: