Gærdagurinn var akkúrat eins og laugardagar eiga að vera. Við spásseruðum í rólegheitum frá Nørreport og niður Købmagergade. Þar kennir ýmissa grasa og var margt skoðað og sumt keypt. Eitt af því fyrsta sem við sáum var tveggja hæða sælgætisverslun. Fórum tómhent inn en komum út með vænan poka af gúmmulaði.
Með nammipokann í aðalhlutverki soguðumst við inn í bókabúð Arnold & Busck og eins og lög gera ráð fyrir gleymdum við alveg stund og stað og fórum í fjársjóðsleit. Þegar við vorum komin út heyrðum við að einhver var að kalla á okkur. Hver var það?
Við gengum á köllin og fundum eiganda þeirra, gínu sem stóð innst inni í verslun Esprit, svona líka smekklega klædda. Eftir litla umhugsun og fáar vangaveltur keyptum við allt heila settið á Dísuskvísu, ekkert smákúl. Aðeins ein leið til að enda svona bæjarferð, samloka með bufflamozarellu á Diamanten.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli