laugardagur, 11. mars 2006

Hvaða kjáni fann upp kvefið?

Kvebbin. Fyrsta stigs kvef. Ekki gaman. Fyrsta kvefið síðan ég flutti út, svo ég ætti kannski ekki að kvarta. Svo er alltaf von um að kvefið ágerist ekki heldur hjaðni áður en það nær til augna. Ef það nær hins vegar til augnanna er ég komin með þriðja stigs kvef. Þetta er æsispennandi atburðarás.

Þar sem ég vil alls ekki fá þriðja stigs kvef skellti ég í kraftmikla súpu með harissu í dag því chili er mitt ráð við kvefi. Reyndar er sólhattur það líka en mér hefur mistekist að nálgast hann hér svo ég verð að láta chili, mandarínur og vínber duga. Er ekki viss um að mjólkurglas og bakkelsi geri mikið gagn en ætla samt að fá mér það fyrir svefinn, sjá hvað setur. Vona að ég vakni hress á morgun. Ef ekki þá fæ ég mér meiri súpu og meiri chili. Atsjú.

Engin ummæli: