Ég tók á safninu um daginn bókina Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson. Mér skilst hún sé mikil skemmtilesning svo ég hlakka til að byrja á henni.
Annars var ég að hjóla heim úr þrekinu í gær og hjólaði þar framhjá dúfu sem var á vappi um gangstéttina. Þegar ég hjólaði framhjá dúfunni tók hún upp á því að hefja sig til flugs og fara lágflug yfir hausinn á mér. Mín brást við með því að æpa upp yfir sig og það á frumlegan hátt: Úúúúíbaaa! Hvað er eiginlega málið með þessa upphrópun? Mér fannst þetta heldur vandræðalegt en þó aðallega ógeðslega fyndið.
Að lokum er það brandari sem mig langar að deila með ykkur sem er eiginlega of stuttur fyrir spaugsíðuna en mátulegur fyrir þessa. Og hann er svona, stuttur og laggóður: A dyslexic man walked into a bra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli