föstudagur, 28. apríl 2006

Flensus

Það er ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúum. Liggjum bæði fyrir með einhverja flensupest. Höfum varið lunganum úr deginum sofandi, þess á milli nartandi í vítamínríka ávexti.

Baldur er með hita en ég er bara með slen. Ég veiktist nefnilega fyrr en Baldur eða meðan á AIESEC ráðstefnunni stóð. Þar fór ég að finna til óþæginda, það var eins og ég væri kvefuð og samt ekki. Ég hnerraði mjög mikið og mig klæjaði óstjórnlega í góminn og hef ég sterkar grunsemdir um að þetta séu ofnæmisviðbrögð.

Ég gleðst ekki beint yfir þessu, hingað til hef ég alveg verið laus við allt ofnæmi. En það gengur víst ekki að stinga hausnum í sandinn, ætli það sé ekki best að ég láti athuga þetta. Ó mig auma.

Engin ummæli: