föstudagur, 16. júní 2006

Spænsk veisla

Í gærkvöldi fór ég í kveðjuhóf til spænsku vina minna úr CBS: Cesars, Kikes og Lauru. Þetta var allt saman mjög spænskt, formlega átti maturinn að byrja klukkan níu en dróst til hálftíu. Það var ágætt því þannig varð ég vitni að því hvernig Spánverjar búa til spænskar ommelettur.

Þetta voru tvær risastórar ommelettur og þori ég ekki að spyrja hve mörg egg fóru í hvora. Hitt veit ég þó að takmarkalaust er hve mikinn lauk og kartöflur má hræra með.

Ég tók með mér nokkrar harðfiskflísar til að gefa þeim að smakka og voru þau öll mjög hrifin. Laura sagði mér meira að segja að á hennar heimaslóðum væri eitthvað svipað harðfiski búið til.

Seint og síðarmeir kom ég svo heim (nánar tiltekið um eitt leytið) eftir að hafa rætt um allt milli himins og jarðar við krakkana. Svo er bara að kíkja til Madridar einhvern tímann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Namm Spænskur matur er svo rosalega góður. Við Bragi vorum einmitt að koma heim frá Spáni í fyrradag og við kynntumst þar tveimur rosalega góðum réttum. (Sjá bloggið) Ég fékk mér að vísu aldrei spænska ommelettu þar en ég prófaði fullt af baskneskum tapas réttum sem voru ótrúlega góðir. Svo er líka ótrúlegt hvað Spánverjar geta gert góðan saltfisk m.v. hvað við gerum (gerðum) vondan. Jæja ætla að hætta þessu röfli... Vona að þið hafið það gott og veriði í bandi ef þið kíkið heim á klakann.