Í dag, nákvæmlega ári frá fyrsta hafnartúr, létum við loks gamlan draum rætast og fórum í seinni hafnarferðina. Að þessu sinni var pabbi með í för sem sérlegur gestur og leiðsögumaður. Við tókum hjólin með og höfðum fengið eitt aukahjól að "láni" frá ruslahaugunum í vinnunni svo sérlegur gestur gæti líka hjólað um.
Af því sem helst ber að nefna var að í Fælled Parken hrópaði Baldur allt í einu upp fyrir sig: Fíll framundan!

Við fengum einnig símtal frá Öldu frænku í Ameríkunni, settumst á huggulegt kaffihús við Søerne, gengum hringinn í kringum Kastallet, kíktum á Litlu hafmeyjuna og nýju systur hennar, hjóluðum meðfram Löngulínu, skoðuðum Gefjunarbrunn á bakaleiðinni og mötuðumst á Nýhöfn. Hjóluðum síðan heim í myrkrinu, eitt okkar á stolnu hjóli og ljóslausu í þokkabót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli