föstudagur, 12. janúar 2007

Robertson House

Ég bý í húsi sem gengur undir nafninu Robertson House, sennilega af því að það stendur við Robertson Road í Frasertown. Húsinu deili ég með strákum frá eftirfarandi stöðum: Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Hong Kong, Kanada, Tyrklandi og Þýskalandi.

Herbergisfélagi minn er frá Frakklandi og gengur sambúðin ákaflega vel. Hann sagði mér um daginn að hann hefði kviðið því að fá herbergisfélaga en þegar smáreynsla var komin á dæmið sá hann að ég er ekki ropandidrekkabjórprumputýpan og var hann því feginn.

Stemningin í húsinu er almennt mjög góð og er svolítið fyndið að sjá hvað piltarnir eru orðnir góðu vanir. Það kemur nefnilega kona daglega og vaskar allt upp, þurrkar af, sópar, skúrar og setur allt á sinn stað. Ljóst er að sumir munu eiga erfitt með að láta þessi aukalífsgæði lönd og leið þegar þeir flytja frá Indlandi aftur.

Húsið er rúmgott og á þakinu eru svalir þar sem mér gefst færi á að stunda mína líkamsrækt í friði, sippa eins og ég eigi lífið að leysa, gaman af því.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega er gaman að lesa færslurnar ykkar,ég fylgist alltaf með og ef þið hafið ekki skrifað í ákveðinn tíma þá fer ég að hafa áhyggjur af ykkur.Hafið það sem allra best,kveðja María Guðfinna

ásdís maría sagði...

En gaman að heyra hvað færslurnar falla í góðan jarðveg.

Við erum ekki alltaf duglegust að blogga reglulega en það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af okkur, við upplifum okkur mjög örugg í Bangalore, jafnvel þó um sé að ræða 6 milljón manna borg.

Nafnlaus sagði...

11.febrúar 2007
Fara nú ekki að koma nýjar fréttir verið dugleg að blogga
Stjáni

Nafnlaus sagði...

Jamm... það væri nú gaman!

ásdís maría sagði...

Já, það er víst kominn tími til að koma með nýja færslu *roðn-niðrí-tær*