miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Uppistand í Bangalore

Einhvern tímann í fyrndinni bjuggum við Ásdís í Danmörku. Fórum við þá stundum á youtube og horfðum á indversk-kanadískan grínista að nafni Russell Peters, verulega fyndinn gaur, og töluðum um að gaman væri að sjá hann live. Það gerðum við svo í dag.

Einhverja hugmynd höfðum við um að hann ætlaði að heimsækja Indland en engu að síður var þetta allt saman tilviljun (vildi til). Einn af Robertsonmönnum, Rob, spurði mig í framhjáhlaupi hvort mig langaði, hann ætti nokkra miða. Hvort ég vildi!

Uppistandið uppfyllti allar væntinar okkar og gekk herra Peters fram af liðinu með klúrheitum á köflum. Einn gekk meira að segja út. Indverjar segja nefnilega ekki orð eins og shit, fuck eða annað í þeim dúr svo sumir brandararnir, t.d. tippastærðar- og Bollywoodklámbrandarar kölluðu fram kinnroða hjá mörgum gestinum.

Nú þegar maður er byrjaður að láta uppistandsdraumana rætast er allt eins hægt að setja markið á Ellen Degeneres. Hver veit nema maður hitti á sjóv með henni í Nepal, svona af tilviljun.

Engin ummæli: