þriðjudagur, 27. febrúar 2007

KiZZ branding

Vinur okkar úr Robertson House, Simon frá Hong Kong, er með eigin rekstur hér í Bangalore. Um þessar mundir er hann að leggja lokahönd á netfyrirbæri sem hann kallar KiZZ.

KiZZ er staður á netinu þar sem fólk getur safnað saman kvikmyndum og tónlist og halað á auðveldan hátt inn á farsíma og lófatölvur. Hugmyndin er að vinir geti á þennan hátt haldið sambandi og skipst á margmiðlunarskrám.Þá getur maður notað KiZZ til að leita að stöðum með þráðlausri nettengingu sem hljómar spennandi fyrir ferðalanga.

Simon bað okkur að hjálpa sér að finna slagorð fyrir KiZZ. Baldur var ekki lengi að semja þessi þrjú, sem mér finnst bara ansi góð:

French kiss is old fashioned, KiZZ is the new kiss
Finally a KiZZ where lipgloss is not a problem
Share the love, KiZZ your friends


Samkvæmt Simoni styttist í "frumsýninguna" á KiZZ, ég bíð spennt.

1 ummæli:

baldur sagði...

Fá farsímar frunsu?