Nú erum við búin að vera þrjá sæla daga í Kochi. Þessi litli bær er eins og himnasending fyrir okkur Íslendingana sem fíla helst litla bæi og rólega. Hér er áreitið með minnsta móti, fólk er brosmilt og hláturmilt og ef maður afþakkar einhverja þjónustu er sú afstaða manns yfirleitt virt og ekki reynt að þrýsta á mann meira.
Eitt af því sem gerir Kochi svona heillandi er að bærinn er á lítilli eyju sem er aðskilin meginlandinu. Til að komast á milli þarf að taka ferju sem notalegt er að sigla með. Annað sem hefur náð að heilla okkur er kaffihúsið Kashi Art Café sem hefur yfir að skipa litlu, sætu myndagallerí, góðum súpum og salötum, notalegri 6. og 7. áratugs tónlist og súperkökum.
Nú þegar erum við búin að eyða ófáum klukkutímunum inn á kaffihúsinu, að hluta til til að sleppa undan hitanum (sem er okkur lifandi að drepa), og að hluta til því það er svo yndislegt að sitja og spjalla við Singer saumavél!
Á leiðinni heim frá kaffihúsinu göngum við síðan fram hjá vegg sem þakinn er góðum tilvitnunum í hin ýmsu rit og merku menn. Gott dæmi er tilvitnunin í Gandhi sem er á þessa leið: There is no school equal to a decent home and no teachers equal to honest virtuous parents. Svo er líka hollt að hafa í huga þessa tilvitnun í St. Bakhita: What is really beautiful is what is pleasing to the Lord, not what appears more beautiful.
Hverjum finnst síðan ekki hughreystandi að vera minntur á þennan sannleika: Do what you can, do not be distressed about what you can not do. Amen segi ég nú bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli