mánudagur, 21. maí 2007

Svalapar

Í dag, einu sinni sem oftar, sátum við Ásdís og lásum bækur í þægilegri forsælu svalanna. Yfirleitt erum við þar óáreitt ef frá eru taldar skemmtilegar kjaftatarnir við nágrannana og tai chi einkatímar sem fara fram á planinu fyrir neðan.

Í dag bættist fallegur loðinn vinur í kreðsinn, bráðfimur og félagslyndur api. Okkur brá töluvert og höskuðum okkur inn því þó þetta séu meinleysisgrey eru góðar líkur á hundaæði ef eitthvað fer úrskeiðis, ekki eins og í Disney. Ég náði að festa á filmu þegar svalaparið eða svalaparnir áttu í orðalausum en djúpstæðum samræðum um náttúrufegurð Himalayafjallanna.

Svalapar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

krúttlegir svalapar

baldur sagði...

Annar þeirra heitir víst Angantínus, hinn bað um að nafnleyndar yrði gætt. Ég læt það samt flakka þar sem hann kann ekki að lesa, Venkatesh Kumar heitir hann.