fimmtudagur, 7. júní 2007

Lakkrís í búðinni

Baldur var kominn með hita í gær svo við tókum því rólega í dag eftir flóð og regnveður gærdagsins. Við erum með sjónvarp inn á herbergi svo það er ekki erfitt að hanga inni um daginn, sérstaklega þegar rignir mikið út og Scrubs er í sjónvarpinu inni :o)

Undir kvöldið var Baldur orðinn hress svo við fórum á stjá til að finna eitthvað í gogginn. Við römbuðum á lítinn súpermarkað sem hafði gríðarlegt úrval af vestrænum varningi. Bara hnetusmjörsúrvalið var nóg til að augun stæðu á stilkum.

Þegar ég sneri mér frá hnetusmjörinu og niðursokknum hnetusmjörs-Baldri rak ég augun í nammideildina. Nú vorum við að tala saman sykurpúði. Þau voru með Haribo hlaup! Og það sem meira var, þau voru með Haribo lakkrís!

Það er gaman í Kathmandu þegar lakkrís er í boði.

3 ummæli:

baldur sagði...

Ég er sammála, ferðalagið er miklu skemmtilegra þegar lakkgrísinn er með!

Nafnlaus sagði...

hjartanlegar hamingjuoskir med lakkrisfundinn nnottu vel.

Mammsy

ásdís maría sagði...

Ó, mikið eruð þið tvö nú sæt, ég óska ykkur ævilangra birgða af lakkrís :o)