Í dag bættist pabbi við hópinn okkar og gerðist þar með bakpokaferðalangur. Við vorum vöknuð fyrir allar aldir til að taka á móti honum en vélin átti að lenda á Bangkok velli rétt fyrir sex í morgun. Rétt fyrir hálf átta var Baldur mættur niður í anddyri til að missa örugglega ekki af gestinum en kom stuttu síðar með þær fréttir að ekkert bólaði á manninum. Það var ekki fyrr en Baldur fór aftur niður og sat sem fastast að þeir hittu á hvern annan. Þá kom í ljós að pabbi var búinn að koma sér fyrir inn á herbergi og sprækur sem lækur. Vélin hans frá Stokkhólmi hafði fengið meðbyr og lent fyrr á áætlað var og það skýrði af hverju að Baldur missti af honum.
Við buðum gestinn að sjálfsögðu hjartanlega velkominn til Tælands, fórum því næst og fengum okkur morgunmat á bresku búllunni Oh My Cod, létum þó þorskinn vera að sinni en fylgdumst þess í stað með gullfiskunum í tjörninni. Slúðruðum heil ósköp og fengum fréttir að heiman.
Pabbi kemur til með að vera á flakki með okkur næstu fimm vikurnar og við ætlum að gera margt sniðugt á þeim tíma.
2 ummæli:
Velkominn til Bangkok og gamann fyrir ykkur að fá ferðafélaga í hópinn.
Það er allaf jafn gamann að lesa ykkar frábæru frásagnir og skoða myndir, ég er búinn að vera með ykkur í huganumm allann tímann og hef skemt mér vel.
Vonandi batnar fóturinn fljótt svo þið komist nú almennilega á stjá og maður fái fleirri sögur að heyra
kveðja
STJÁNI
Ó, takk enn og aftur fyrir falleg orð í okkar garð og ferðasögunnar.
Við erum bara svo ánægð að sjá að fólk lesi færslurnar og hafi gaman af, svo við segjum bara hvað hrósið snertir: Spegill og silfurstjarna, takk fyrir að lesa!
Kærar þakkir fyrir batakveðjur, löppin er að skríða saman (komin með þrjú spor í ilina!).
Knús frá Bangkok :o)
Skrifa ummæli