þriðjudagur, 9. október 2007

Loksins alvöru te

Allan tímann sem við vorum í Indlandi flissuðum við yfir því hve erfitt var að fá eitthvað annað en svart te að drekka, t.d. jurtate. Það var nánast ógerlegt, Indverjar drekka nefnilega bara chai, þ.e. mjög sykrað mjólkurte.

Það var ekki fyrr en í dag sem við römbuðum á alvöru te. Við vorum orðin uppiskroppa með bækur og tókum því stefnuna á einu bókabúð bæjarins, L'etranger books & tea. Þegar okkur varð litið á marglitann og plastaðan matseðilinn sáum við okkur til ómældrar gleði að hér var jurtate í boði. Og ekki hvaða jurtate sem er, heldur Celestial Seasonings tein! Vá, þvílík gleði, tvö hjörtu tóku kipp. Villiberjate, ferskjute, pipparmyntute, sítrónute, Sleepy Time... Við pöntuðum bláberjate, hölluðum okkur aftur í púðum klæddum stólunum og sötruðum fyrsta alvöru tebollann í nokkra mánuði.

Svo spillti nú ekki deginum að finna allar bækurnar í hillunum. Ég keypti mér bókina Saffron Skies því einhverjum bjöllum klingir titillinn, og Baldur fékk sér Lestat the Vampire.

Engin ummæli: