Síðasta sumar þegar við vorum í heimsókn hjá tengdaforeldrunum mínum í Frakklandi og með litlu frænkurnar í láni, bakaði ég yndislega súkkulaðitertu. Ég fann uppskriftina utan á Grand Fermage smjörpakka og skellti í eina á góðum sólardegi þegar við tjölduðum öllu til, fíruðum upp í ofninum og bökuðum flatbökur, paté, brauð og kökur. Einn draumadagur í minningabankann.
Sjáið bara hve einfalt þetta er:
200 g saltað smjör
200 g dökkt súkkulaði
300 g sykur
100 g hveiti
6 egg
Bræðið saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Bætið sykri og hveiti saman við í smáum skömmtum og hrærið varlega saman við deigið með sleif. Deigið á að hafa mjúka áferð. Bætið við eggjunum einu í einu. Smyrjið 24-26 cm form með smjöri og hellið deiginu út í. Bakið við 180°C í 30 mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli