laugardagur, 30. júní 2012

Laugardagsmorgunn









Appelsínur, jarðarber og ísmolar í blandarann, tónlist frá Grænhöfðaeyjum í spilaranum, mjaðmir dillast, skýin hörfa hægt en bítandi frá sólinni, kavíar og ostur á hrökkbrauðið, lax á diski úti á palli og kötturinn sleikir út um, sambýlingarnir enn í bólinu, sólarhylling á pallinum, kíló af soðnum grjónum í pottinum og fullur pottur af soðnum, grænum linsum á hellinu.

Laugardagsmorgunn. Besti morgun vikunnar, hands down.

Þetta er síðasta helgin okkar saman með Svíunum okkar Alex & Petru (fýlukall). Þau fara í sumarfrí til Lycksele föstudaginn næsta og verða í burtu í tvær vikur og þegar þau koma til baka eru við í startholunum með að sigla/aka/fljúga heim (broskall!). Því ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt þessa helgina, kannski skella okkur í sjóinn og badstu, og pottþétt verður bakað. Ég er búin að kaupa banana og vefja inn í dagblöð, niðursoðna mjólk, kex og rjóma. Hvað ætli ég sé að fara að fara að gera?

Engin ummæli: