föstudagur, 13. júlí 2012

Blómin á Lovund IV

Það er föstudagurinn þrettándi í dag og það er óvenjuheitt á litlu eyjunni í norðri. Kemur til af því að sólin skín og skýin halda inni hitanum. Kófsvitnaði í kraftgöngu dagsins, húðinni til mikillar gleði.

Eyjan er að fyllast af ferðamönnum fyrir helgina, maður þekkir þá langar leiðir, svolítið eins og maður þekkir ferðamennina í Reykjavík: neonlitaðir útivistajakkar og gönguskór í hita og sólskini.

Plönin fyrir helgina eru ekki mikil eða mörg, ætlum kannski í góðan göngutúr út í grill hyttu eða Hestvika ef veður leyfir og bjóðum Olle okkar í salsagrjón annað kvöld. Höfðum hugsað okkur að kíkja til Mo i Rana á morgun en nennum því ómögulega. Ætlum að spara okkur peningana og fyrirhöfnina og vera bara heima þennan næstsíðasta laugardag okkar á eynni.

Annars er komið að síðustu færslunni um blómin á Lovund, allavega í bili. Já, ég veit, ég er svolítið hrifin af sóleyjunum. Hvernig er ekki hægt að vera hrifin?










Engin ummæli: