Svona einfalt er þetta nú:
1. Púðursykurmarengsbotn er brytjaður í eldfast mót.
2. Jarðaber, bananar og kiwi skorið í bita og sett ofaná marengsinn. Bláberjum dreift yfir.
3. Kókosbollur skornar í helming (langsum) og raðað yfir ávextina (og þrýst smá niður).
4. Að lokum er þeyttur rjómi settu yfir og hann skreyttur með súkkulaðispænum.
Það er mjög gott að leyfa kökinni að standa í 3-4 tíma í ísskáp áður en hún er borin fram því að þannig dregur marengsbotninn í sig vökva frá ávöxtunum og verður djúsí og góður.
Þennan eftirrétt er kjörið að bjóða upp á á sumrin eftir góða grillkvöldmat. Það held ég nú.
1 ummæli:
Verði þér að góðu mín kæra :) Alltof langt síðan ég hef gert svona gotterí!
Skrifa ummæli