sunnudagur, 5. ágúst 2012

Kópavogur

Smoothie

Kópavogur

Kaggi

Nauthólsvík

Nammi namm

Það sem stendur upp úr gærdeginum er að ég fékk grænan hlunk! En nú er ég að gefa upp endinn of snemma.

Við tókum því rólega framan af degi. Ég útbjó skemmtilegan smoothie úr mangó og ananas, og sætti með döðlum og kanil. Drakk hann svo úr svaka design grænu glasi og varð bara næstum feimin.

Við hjóluðum síðan eftir hádegi yfir í næsta bæjarfélag, Kópavoginn sem hefur svo lengi verið heimili okkar. Þar hjóluðum við um Gerðin og Holtin og skoðuðum falleg hús og garða og rosalegan kagga. Áðum á Rútstúni til að Baldur gæti gert nokkrar æfingar í leiktækjum barnanna.

Svo fékk ég hlunkinn. Fórum í nokkrar búðir áður en við fundum það sem við vorum að leita að því Lurkur frá Emmessís er ekki það sama og Hlunkur frá Kjörís. Fundum svo Hlunkinn í Álfinum og tylltum okkur á bekk á Rútstúni í sólinni.

Hlunkurinn var ógesslega góður. Súkkulaðihjúpað sumar, ég er ekki frá því.

Enduðum svo daginn á því að horfa á Ísland-Frakkland og sáum ekki eftir því. Áfram Ísland!

Engin ummæli: