Sólin var að leggja sig og rétt kíkti á okkur yfir hraunbreiðuna. Það er ansi magnað að sjá hraunið bera við djúpgulan himininn og ég ákvað að kenna Baldri að taka silhouette myndir þarna í hrauninu. Tókum nokkrar skemmtilegar pósur með mudras (jógískum fingrasetningum) og þær komu svona líka vel út á nýju Sony Xperia myndavélinni.
Náðum svo heim í tæka tíð til að glápa á söguna hans Dickens í útsetningu BBC, Great Expectations. Furðulegt hvað það getur verið kósý að glápa á eitthvað seint á kvöldin þegar tekið er að rökkva.
1 ummæli:
Geggjaðar myndir!
Skrifa ummæli