fimmtudagur, 18. október 2012

Hélan

Ég var snemma í því í morgun og var komin út í göngutúrinn minn klukkan tíu í morgun. Og hallelúja, það sem veröldin tók vel á móti mér!

Fínir ískristallar á grasinu og laufinu, morgunsólin og skágeislar hennar yfir túnin, fuglarnir og kanínurnar, himinninn búinn að brjóta saman hvíta þvottinn sinn, gullnir runnar. Fyrir neðan eitt reisulegt og virðulegt tréð lá laufblaðaslóði, eins og trjátröll hefðu gengið um í þreföldum röðum og lagt laufblaðastíga.

Og mitt í þessu öllu, hvít blómaskrúð í góðum gír á Klambratúni og Klambratúnsrauður að sýna sig á reynitrénu.

Vetur í samningaviðræðum við haustið: Hvenær má ég koma?

Hélan er mætt
 
Untitled
 
Hvítagras
 
Litadýrð
 
Hélan á laufinu
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Sólin í greinunum
 
Untitled
 
Sólargeislar
 
Klambratúnsrauður

2 ummæli:

baldur sagði...

Rooosalegar myndir Ásdís!

ásdís maría sagði...

Mikið sem ég á sætan no 1 fan! :D