mánudagur, 16. desember 2013

Lakkrístoppar

Untitled

Það er nú meiri jólahelgin að baki. Við kláruðum helstu gjafakaupin, hlustuðum á jólatónlist, pökkuðum inn gjöfum og náðum að senda meira að segja að senda þær úr landi.

Og ég náði að baka fyrstu sortina fyrir þessi jól: lakkrístoppa.

Þegar pabbi og Hulda komu í heimsókn í síðasta mánuði komu þau færandi hendi: kaffi, lýsi, konfekt, næringarger og síðast en ekki síst, íslenskt sælgæti. Þar á meðal var lakkrískurl frá Nóa Siríus, og uppskriftin að lakkrístoppunum kemur einmitt af þeim poka.

HVAÐ
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
150 g lakkrískurl

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 150°C.
2. Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
4. Saxið súkkulaðið smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
5. Látið á plötu með teskeið.
6. Bakið í miðjum ofni við í 15-20 mín. Bæði hiti og tími getur verið breytilegur eftir ofnum.

Mínir toppar urðu svolítið stórir því ég fór ekki eftir leiðbeiningunum um að nota teskeið. Að sama skapi molnuðu þeir auðveldlega, svo ég legg til að hafa þá minni og sjá hvernig það kemur út.

Engin ummæli: